Framkvæmdastjóri SR Vélaverkstæðis hf

Hjá fyrirtækinu starfa 22 manns og hefur verkstæðið skapað sér góðan sess og reynslu í hverskyns málmsmíði, viðhaldi og nýsmíði. Auk smíði á ryðfríu stáli eins og sniglum, stigum og ýmiskonar búnaði.
SR-Vélaverkstæði hf. á Siglufirði óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir drifkrafti, heilindum og lipurð í mannlegum samskiptum.

SR-Vélaverkstæði byggir á traustum grunni og hefur starfað óslitið frá árinu 1935. Meðal verkefna okkar má nefna hönnun og smíði á tækjum og búnaði í fiskiðnaði, smíði á sniglum úr ryðfríu stáli, auk margra annarra ólíkra og fjölbreyttra verkefna.

Helstu verkefni og ábyrgð
 1. Sala og tilboðsgerð – verkefnastýring því tengd
 2. Hönnunar- og teiknivinna.
 3. Kostnaðar-, gæða- og framvindueftirlit
 4. Mannaforráð og starfsmannastjórnun
 5. Þátttaka í teymisvinnu.
Menntunar- og hæfniskröfur
 1. Menntun á sviði vélaverkfræði – eða véltæknifræði.
 2. Reynsla af stjórnun og rekstri.
 3. Reynsla af vinnu í Auto-Cad og tengdum hugbúnaði
 4. Reynsla af DK,  verk- og bókhaldi.
 5. Góð íslensku- og enskukunnátta.
 6. Góð tölvukunnátta.
Umsóknarfrestur: 30. apríl 2024
Fyrir frekari upplýsingar sendið póst á Pálínu Pálsdóttur, fjármálastjóra, pp@srv.is