Jarðgerðarvél

Átak til atvinnusköpunar.
Frumsmíði á jarðgerðarvél til jarðgerðar á lífrænum úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum.

SR-Vélaverkstæði hf Siglufirði hefur hafið smíði á Jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang til nota fyrir sveitarfélög og fyrirtæki.

Smíði og hönnun gengur vel þar sem svipuð tæki hafa verið smíðuð hjá okkur fyrir annarskonar notkun Þessi reynsla fækkar umtalsvert mögulegum vandamálum við sjálfa smíðina. Hafin er hönnun á stýribúnaði og er verið að þarfagreina hversu viðamikill hann á að vera.

Fyrir liggur að panta legur, rafmangsmótora og efni í stjórnbúnað kerfisins.

Áætlað er að búnaðurinn verði kominn í prufukeyrslu í lok maí mánaðar.

Undirbúningur og kynning á verkefninu:

Farnar hafa verð nokkrar kynnisferðir til að skoða jarðgerð og jarðgerðarvélar.

Viðtal var í fréttum útvarps í mars 2006 við framkvæmdastjóra SR-Vélaversktæðis Ólaf Sigurðsson um framgang þessa verksefnis og komu nokkur viðbrögð frá sláturleyfis höfum og aðilum í sorpmálum eftir fréttir útvarps.

Haldnir hafa verið nokkrir fundir með bæjaryfirvöldum og tækni og umhverfisnefnd á Siglufirði. Bæjaryfirvöld eru jákvæð í að taka til endurskoðunar sorpmál og förgun en nú er öllu sorpi ekið í Skagafjörð til urðunar með nokkuð miklum kostnaði. Mjög miklar breytingar eru framundan vegna sameiningar sveitarfélaganna Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og væntanlega mun skapast enn meiri hagrænir hvatar á að taka upp jarðgerð í heimabyggð með stærra og öflugra bæjarfélagi.