Aðstaða og vélakostur
Sérstaklega vekjum við athygli á MEUSER rennibekk sem getur rennt hluti sem eru allt að ¢1660mm í þvermál ef um stutta hluti er að ræða en ¢1240mm ef eum lengri hluti er að ræða. Lengd milli odda er 5,5m. Þyngd hluta má vera allt að 26000 kg.
Tæki sem nefnist T-DRILL býr til suðustúta á rör, sem koma í stað T-stykkja. Það sparar því bæði kaup á T-stykkjum, hugsanlega minnkunum, og vinnu við suðu. Tækið ræður við rör að utanmáli ¢42 til ¢406mm og getur gert stúta allt að DN150. Þetta tæki hefur verið notað við lagnavinnu á ryðfríum lögnum á Siglufirði, Raufarhhöfn, Þórshöfn, Seyðisfirði, Vestmannaeyjum og í Helguvík.
Plötuvinnslutæki eru stór og öflug. Þar má nefna pltöuklippur 16x3100mm, vals sem getur forbeygt 10x3100mm, beygjuvél 3100mm 200tn og plötugatara 40tn ¢105mm.
Samhliða vélaverkstæðinu rekur SRV byggingavöruverslun og lager.