Blandarar

Kjarnablandarar

SR Vélaverkstæði býður tvær gerðir blandara sem eru sérhannaðir til notkunar í fiskmjölsverksmiðjum.

Gerð SS-2-A, sem er sérhannaður til að blanda soðkjarna, pressuköku og hálfþurrkuðu mjöli ,og gerð PSSE-1000-2 ,sem er léttbyggðari og ætlaður til að blanda pressuköku, hrati og soðkjarna í fiskmjölsverksmiðjum.

SS-2-A er tveggja ása og er mótor fyrir hvorn ás hvor mótor er 18,5kW. Á hvorum ási eru 6 skásettir armar til að hræra í efninu. Neðan á blandaranum eru 2 hraðastýrðir sniglar sem stýra fyllingu í blandaranum. Blandarahús og ásþéttihús eru úr ryðfríu stáli en undurstöðurammi og blandaraásar með hræriörmum úr St 52-3 og St37-2.

Blandarar af þessari gerð eru í fiskmjölsverskmiðjunum Síldarvinnslunnar á Neskaupstað og Hraðfrystihúss Eskifjarðar og hjá SR-mjöli á Seyðisfirði og í Helguvík. Sumarið 1998 verða settir upp tveir blandarar við nýja þurrkara á Siglufirði.


 

Blandari PSSE-1000-2 er með einum ási Á ásnum eru blandaraarmar með skásettum blöðum, en á enda þeirra er gormlaga rif, sem flytur efni frá inntaksenda til úttaksenda. Skásettu blöðin flytja efnið í gangstæða stefnu. Saman tryggja rifið, blöðin og armarnir blöndun efnisins. Í úttakinu er stillanlegt spjald til að stilla fyllingu blandarans. Við hlið úttaks er tæmistútur. Blandarahús og ásþéttihús eru úr ryðfríu stáli en undurstöðurammi og blandaraásar með