Sniglar - Staðlaðar stærðir:

Þó sniglar okkar séu mjög stöðluð framleiðsla eru möguleikarnir ótalmargir, þannig að „staðlaðan“ snigil er hægt að útfæra þannig að hæfi flestum notendum. Dæmigert snigilhús er úr 3mm þykku ryðfríu stáli EN 1.4301 (304). Það er til í 7 mismunandi stærðum (þvermálum) en lengd getur verið hver sem er, allt að 12m á samsetningar.

Lengd snigla er skilgreind sem lengd snigilhúss, mæst milli innhliða gaflplatna.

Snigilskrúfur geta verið úr ryðfríu stáli, venjulegu smíðastáli – málaðar eða heitgalvaniseraðar – eða með kjarnarör úr stáli St52-3 en blöð úr 3-5mm ryðfríu stáli. Kjarnarörið er þá sandblásið og málað. Fyrir tærandi umhverfi er málað með tveimur umferðurm af tveggja þátta epoxy grunnmálningu og einni umferð af tveggja þátta polyurethan málningu.

Lengri snigilskrúfur eru bornar uppi af millilegurm úr legubronsi (Rg7). Milliásar eru úr stáli St52-3.

Mótorpallar eru ýmist fyrir beintengda mótora eða keðjudrif.

Afköst 0 – 250 m3
Stigning 150 – 200 – 250 – 300 – 350 – 400 – 450 mm
eða samkvæmt óskum hverju sinni.
Lengdir 0 – 50m
Efni Ryðfrítt stál EN 1.4301 (304) eða St37-2
Drifbúnaður Beindrifnir – Keðjudrifnir – Holöxulmótorar
Skrúfuþvermál 210 – 260 – 310 – 360 – 410 – 460 – 510 mm