Löndunarsíur

Hráefnissíur - Loðnusíur - Snúningssíur

SR Vélaverkstæði býður nú löndunarsíur sérhannaðar fyrir löndunarbúnað fiskmjölsverksmiðja. Síuflötur er hólkur úr ryðfrírri gataplötu, sem snýst inni í síuhúsi. Síuflötur er20 fermetrar, búinn til úr 5mm þykkri gataplötu með ¢10mm götum. Gataplötur eru með um 45% ljósopi.

Hráefni er dælt inn í enda síuhólksins. Innan á síuhólknum eru blöð sem mynda spiral eftir síunni og flytja efnið langs eftir síuhólknum uns það fellur út úr hólknum gegn um 400mm sver göt við endann. Efnið fellur niður en vökvanum, sem skilar sér út um götin á síutromlunni, er safnað í botn síuhússins og rennur hann niður um víðan stút á botni.

Sían er búin 15kW gírmótor og keðjudrifi. Æskilegt er að hafa tíðnibreyti við mótorinn til að geta breytt snúningshraða síunnar eftir ástandi hráefnis.

Síuhólkurinn er í drifendann borinn uppi af öflugri tvöfaldri keflalegu en inntaksendinn – renndur flötur – liggur á tveimur öflugum stálhjólum, sem eru með polyurethan bana.

Á báðum hliðum eru opnanleg lok sem gera hreinsun síunnar auðvelda. Innan við opin eru öryggisgrindur sem auðvelt er að sptauta vatni í gegn um.

Sían er byggð á ramma úr holprófílum. Lappir undir ramma eru úr sama efni. Á hliðum ramma, beggja vegna, eru festingar fyrir vinnupalla. Ramminn er úr sandblásnu smíðastáli, þrímálaður með tveggjaþátta málningarkerfi.

Löndunarsíur af þessari gerð eru nú þegar í notkun á Raufarhöfn, Reyðarfirði og í Helguvík.