Sniglar

SNIGILFLYTJARAR - SNELLUR

Þetta ágæta tæki, sem Arkimedes fann upp meira en 200 árum fyrir Krist, og Forn-Egyptar notuðu til að dæla vatni í áveitukerfum sínum, má kalla ýmsum nöfnum og nota til að flytja fleira en vatn.

SR Vélaverkstæði hefur að bjóða fullgerða snigla með drifbúnaði eða án, stakar snigilskrúfur eða einstaka íhluti og varahluti.

Hvort sem flytja skal mjöl, korn, salt, sand, sement, kolasalla.. við höfum afgreitt snigla fyrir allt þetta og meira til, frá Siglufirði til Sandgerðis, frá Alaska til Ástralíu. Við höfum afgreitt til allra þessara og margra fleiri.

Sniglarnir eru ýmist í U-formuðu húsi eða röri. Á U-formuðum sniglum eru lok á lömum, fest með kistulokum eða boltuð, allt eftir óskum hverju sinni. Við eigum staðlaðar lausnir fyrir þarfir flestra. Legur eru vandaðar LINK-BELT keflalegur, ýmist sem flanslegur eða búkkalegur. Pottlegur á lausendum þar sem við á.

Afköst snigla og ýmsar tölur

Einnig höfum við ýmsar lausnir tengdar saltsniglum