Varmaskiptar

Röravarmaskiptar sem SR Vélaverkstæði býður eru sérhannaða fyrir vökva sem innihalda stærri agnir. Varmaskiptarnir eru smíðaðir úr ryðfríu stáli.

Í fiskmjölsverskmiðjum hafa þessir varmaskiptar, hitarar, gjarnan verið notaðir til upphitunar á „pressuvökva“.

Röravarmaskiptar þessir eru hannaðir fyrir upphitun á vökva með gufu frá katli.

Vökvainntak og – úttak (DN100) eru á sama enda hitaranna en gufuinntak og þéttivatnsútak getur verið hvar sem er á hitakápunni.

Hægt er að fjarlægja báða endabotna af hitara og því er hreinsun röra auðveld.

Efnisval: Ryðrítt stál 304 eða 316 (316L) eftir óskum.
Staðlaðar stærðir: 36 – 46 – 76 m2
Varmaskiptarör: ¢33,7×1,6
Hönnunarþrýstingur: 5,0 bar y
Prófunarþrýstingur: 6,5 bar y