Teinasíur
Teinasíur sem SR Vélaverkstæði býður byggja á sigtisgrind, sem er sérstæð að því leiti að sigtisteinarnir eru breiðari að ofna en neðan (trapisulaga) og því verður bilið á milli þeirra víðara að neðan en ofna. Kostirnir eru augljósir, smáagnir sem á annað borð sleppa milli teina, eiga auðvelda leið í burtu en festast síður á milli teina eins og gerist þegar teinarnir eru ferkantaðir og gapið milli teina er jafnt gegn um síuflötinn.
Síuflöturinn er úr ryðfríu stáli EN 1.4301 (AISI 304). Teinarnir í síufletinum eru 10mm háir, 7mm breiðir að ofan en 5mm breiðir að neðan. Lengdir síuflata geta verið allt að 4m.
Bil milli teina er eftir óskum kaupanda hverju sinni. Teinunum er sökkt um 2 mm niður í undirstöðuþverbita sem tryggir nákvæma uppröðun og mikinn styrk í annars nettri suðu teina við bita.